Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, funda í fyrsta sinn á árinu í dag, til þess að ræða áætlun um hvernig skuli auka hagvöxt í Evrópu og draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Financial Times fjallar um leiðtogafundinn. Búist er við að leiðtogarnir tveir undirriti áætlun sem síðan verði send öðrum leiðtogum í álfunni til undirskriftar.

Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Frakklandi og er sagt helsta forgangsverkefni Nicolas Sarkozy, nú þegar styttist í forsetakosningar sem haldnar verða í maí. Merkel hefur hingað til lagt áherslu á að leysa slæma skuldastöðu evruríkja. Á síðustu mánuðum hefur hún þó lagt aukna áherslu á að auka vöxt og virðist telja mikilvægara en áður að grípa til aðgerða til að auka hann. Þýskaland telur nú sem áður að fjármunir til þess geti ekki lent á hinu opinbera, heldur með kerfisbreytingum og að fjármunum verði betur varið en hingað til.