Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, voru sammála á fundi sínum í gær um að auka þyrfti gagnsæi og regluverk á fjármálamörkuðum. Jafnframt töldu þau að Evrópusambandið ætti að taka frumkvæði í að ráðast í slíkar breytingar.

Sarkozy sagði meðal annars á fjölmiðlafundi að "fjármálamarkaðir þyrftu að sýna af sér betri siðferðislegri hegðun," og bætti því við að ekki væri hægt að láta spákaupmennsku grafa undan öllu fjármálakerfinu.