Angela Merkel Þýskalandskanslari segir mikilvægt að aðildarríki Evrópusambandsins komi sér saman um takmarkanir og lögbindindi kvaðir á fjárlögum eins fljótt og auðið er. Blaðamenn breska viðskiptablaðsins Financial Times segja Merkel hafa flutt erindi á þýska þinginu um máli og ekki kvikað út frá ritaðri ræðu sinni.

Hún neitar því hins vegar að evrusvæðið glími við skuldakreppu. Á hinn bóginn glími það við trúverðugleikabrest sem muni taka mörg ár að endurheimta.

Merkel sagði ennfremur að hún og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, muni leggja fram áætlun sem eigi að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu á mánudag. Áætlunin muni fela í sér strangar reglur og eftirlit með fjárlögum aðildarríkja Evrópusambandsins.