Andrea Merkel, kanslari Þýskalands, segir nauðsynlegt að samkomulag verði búið að nást á milli Grikklands og lánadrottna þeirra fyrir neyðarfund Evrópusambandsins á mánudag. Annars verði ekki hægt að taka neinar ákvarðanir á fundinum.

Grikkland hefur minna en tvær vikur til að greiða 1,6 milljarða evra lán sitt til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Takist Grikkjum ekki að semja um neyðarlán munu þeir ekki geta greitt sjóðnum og gætu þeir orðið gjaldþrota.

Undanfarna daga hafa meira en fjórir milljarðar evra verið teknir úr grískum bönkum og heldur ástandið þar áfram að versna. En Merkel segir að samkomulag þurfi að nást um helgina.

„Ég skal vera mjög skýr með það hverjar væntingarnar eru,“ sagði Merkel á föstudag.

„Svona fundur getur einungis leitt til einhverra ákvarðanna ef við höfum grundvöll fyrir þessum ákvörðunum. Eins og staðan er núna er sá grundvöllur ekki til staðar.“