Nú er staðfest að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er stærsti flokkurinn þar í landi eftir kosningarnar sem fóru fram í gær. Örlitlu munaði að flokkurinn fengi hreinan meirihluta.

Í ræðu í gærkvöldi hvatti Merkel samflokksmenn sína til að fagna „frábærum niðurstöðum“. Þó er ljóst að breyting verður á ríkisstjórninni því frjálslyndir demókratar, samstarfsflokkur Merkels, náði ekki manni á þing.

Því er líklegast að hún muni semja við Sósíaldemókrata, en þeir hlutu 26% atkvæða í kosningunum, eftir því sem fram kemur á BBC.