Angela Merkel, kanslari Þýskalands, slasaðist á mjaðmagrind á gönguskíðum í Sviss í jólafríinu og þarf að vera að mestu rúmliggjandi næstu þrjár vikurnar. Af þessum sökum þarf hún að fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Póllands og Lúxemborgar sem voru á dagskránni næstu daga.

Það var talsmaður kanslarans sem greindi frá skíðaslysinu í dag.

AP-fréttastofan segir Merkel brákaða á mjöðm.