*

mánudagur, 15. júlí 2019
Erlent 20. júlí 2018 15:20

Merkel varar við tollastríði

Merkel varar við afleiðingum tollastríðs. Trump segist reiðubúinn til að leggja verndartolla á 500 milljarða dollara innflutning.

Ritstjórn
Angela Merkel, kanslari þýskalands.

Angela Merkel sagði á blaðamannafundi í Berlín í dag „miklum fjölda fólks stafa raunveruleg ógn af“ hugsanlegu yfirvofandi tollastríði milli stærstu efnahagsvelda heims, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, en ríkisstjórn Donalds Trump íhugar nú að leggja verndartolla á innflutning bíla frá Evrópusambandinu. Financial Times greinir frá.

Trump sagðist einnig í dag reiðubúinn til að leggja verndartolla á 500 milljarða dollara, eða um 53 þúsund milljarða íslenskra króna, virði af innflutningi frá Kína. Hann sagðist „ekki vera að gera þetta í stjórnmálalegum tilgangi, heldur vegna þess að þetta er það rétta í stöðunni fyrir [Bandaríkin].“. Bandaríkin hafa nú þegar lagt tolla á um 34 milljarða dollara virði af innflutningi frá Kína, en Kínversk yfirvöld svöruðu í sömu mynt.

Merkel sagði ennfremur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri alþjóðlegar stofnanir uppfærðu nú hagvaxtarspár sínar niður á við vegna möguleikans á tollastríði, og bætti við að heimurinn hefði aldrei komist í gegn um fjármálakrísuna 2008 ef lönd hefðu tekið einhliða ákvarðanir um verndartolla eins og Trump væri að nú.

Eftir hóflegar hækkanir fyrr um daginn féllu evrópskir markaðir í dag, fyrst og fremst þau fyrirtæki sem viðkvæmust eru fyrir tollastríði.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is