Kanslari Þýskalands vill gæta þess að eigendur bíla sem þarf að lagfæra vegna svindlhugbúnaðs Volkswagen beri engan kostnað af innköllunar bílanna. Bloomberg greinir frá.

Volkswagen hefur frest þangað til á miðvikudaginn til að skila inn tímaáætlun til stjórnvalda um hvernig þeir áætli að haga innköllun og lagfæringu þeirra ökutækja sem eru með hugbúnaðinn.

Samgönguráð Þýskalands hefur sent þinginu minnisblað, þar sem fram  kemur að fjöldi bifreiða sem þarf að lagfæra sé áætlaður í kringum 2,8 milljónir og að innköllunin eigi ekki að íþyngja eigendum bílanna.

Volkswagen áætlar að heildarfjöldi bifreiða, sem þarf að laga , sé um 11 milljónir á heimsvísu.