„Það er auðvitað jákvætt að dragi úr atvinnuleysi en því miður er það þó ekki vegna þess að störfum hafi fjölgað, heldur er það vegna þess að fleiri standa nú utan vinnumarkaðar eða skilgreina sig ekki sem atvinnuleitendur,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í síðustu viku er fjallað um atvinnumál. Þar kemur meðal annars fram að atvinnuleysispróstan lækki á milli ára þrátt fyrir að vinnandi fólki fækki. Atvinnuþátttaka hefur ekki verið minni í 21 ár.

Finnur segir í samtali við Viðskiptablaðið að í atvinnutölunum sjáist í hnotskurn merki þeirrar deyfðar sem ríkt hafi að undanförnu og vísbendingu um að enn sé störfum að fækka.

„Um leið undirstrikar þetta mikilvægi þess að hagkerfið þarf að ná sér hraðar á strik, með aukinni verðmætasköpun og um leið nýjum störfum,“ segir Finnur.

Nánar er fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.