Stjórn dönsku raftækjakeðjunnar Merlin hefur óskað eftir greiðslustöðvun og er ekki útlit fyrir annað en félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Merlin, sem rekur um 35 verslanir í Danmörku, er í eigu Árdegis, sem aftur er í eigu hjónanna Sverris Berg Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur, en Árdegi á m.a. verslanir BT og Skífunnar hér á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Sverri Berg að ekki sé vitað með vissu um endanleg áhrif væntanlegs gjaldþrots Merlin á starfsemi móðurfélagsins Árdegis og starfsemi þess á Íslandi.

Tekið er fram að Árdegi eigi og reki verslanir Next og Skífunnar í sjálfstæðum dótturfélögum og verslanir BT í systurfélagi og allt starf fram undan muni miða að því að bjarga verðmætum og tryggja störf þeirra starfsmanna sem vinna hjá félögum í eigu eða tengdum Árdegi.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .