Einkafjárfestingarsjóður í eigu Merrill Lynch hefur selt hlut sinn í bresku smásöluvörukeðjunni Debenhams, að sögn talsmanns bankans. Sjóðurinn seldi 47,3 milljónir hluta á 60 pens í gær.

Sjóðurinn tók fyrirtækið af markaði í kjölfar þess að hafa yfirtekið það ásamt tveimur öðrum sjóðum árið 2003. Fyrirtækið var aftur skráð á markað 2006 og var gengi í frumútboði þess 195 pens. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og féll gengi bréfa félagsins um 17,5% á mörkuðum í gær og fór niður í 59 pens.