Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch hyggst lækka áramótabónusa starfsmanna um helming eftir mikið tap á rekstrinum.

Bónusar starfsmanna munu lækka um að meðaltali 50% og munu einhverjir verðbréfamiðlarar þurfa að taka á sig enn meiri skell en það.

Tekjur Merrill Lynch féllu um 96% í september ef miðað er við september mánuð 2007, sem neyddi forstjóra félagsins til að lækka bónusa og önnur fríðindi – sem er stærsti útgjaldaliður bankans.

Bónusar eru stærsti hlutinn af launum flestra verðbréfamiðlara og annarra sem starfa hjá slíkum fjárfestingabönkum vestra.