Bandaríski bankinn Merrill Lynch hyggst á næstunni segja upp um 500 verðbréfasölum en það ku vera hluti af áætlun bankans um að draga verulega úr umfangi starfsemi sinnar.

Þetta kemur fram á vef Reuters en í síðasta mánuði tók Bank of America yfir Merrill Lynch.

Fram kemur í frétt Reuters að uppsagnir bankans muni hefjast strax í næstu viku.

Fram kom í máli John Thain, forstjóra Merrill Lynch í bandarískum fjölmiðlum að bankinn muni að öllum líkindum segja upp nokkur þúsund manns á næstu misserum eða fram á næsta ár.

Thain sagði að lausafjárkrísunni væri hvergi nær lokið og næsta ár yrði mjög erfitt fyrir fjármálafyrirtæki.

Þegar Bank of America yfirtók Merrill Lynch í síðasta mánuði að Thain myndi heyra yfir fjárfestingasvið hins sameinaða banka þegar gengið verður frá sameiningunni.