Bandaríski bankinn Merrill Lynch tapaði 7,5 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem er nokkuð meira tap en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir að sögn Reuters fréttastofunnar.

Tap bankans á þriðja ársfjórðung nemur 5,6 dölum á hvern hlut en á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um 2,3 milljarða dali eða því sem nemur 2,8 dölum á hvern hlut.

Sem kunnugt er tók Bank of America nýlega yfir Merrill Lynch en í uppgjörstilkynningu frá félaginu kom fram að Merrill Lynch mun þiggja um 10 milljarða dala aðstoð frá bandaríska fjármálaráðuneytinu á næstunni. Nú þegar hefur Bank of America fengið 25 milljarða dala frá yfirvöldum.