Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch tilkynnti í dag að bankinn hefði nægt lausafé til að takast á við frekari vandamál. Bankinn hækkaði um 4% í kjölfarið á mörkuðum í New York.

John Train, forstjóri Merrill Lynch tilkynnti fréttaveitu Nikkei í Japan að bankinn myndi ekki þurfa að fjármagna sig á næstunni en orðrómur hefur verið um að bankinn hafi leitað eftir fjármagni frá Asíu.

Viðsnúningur hefur nú orðið á mörkuðum í Bandaríkjunum í kjölfarið en einnig hafa hrávöruframleiðendur hækkað í verði en hrávöruverð hefur hækkað nokkuð síðasta sólarhring.

Nasdaq hefur nú hækkað um 0,1% en Dow Jones og S&P 500 um 0,3%.