Merrill Lynch fjárfestingarbankinn leitar nú eftir auknu fjármagni en talið er að bankinn vilji auka hlutafé sitt um fjóra milljarða bandaríkjadala.

Financial Times greinir frá þessu og segir að opinber fjárfestingastofnun í Kúvæt muni fjárfesta í bankanum en einnig að evrópskir fjárfestar kunni að taka þátt í hlutafjáraukningunni. Þá segir blaðið að vænta megi tilkynningar um miðja viku.

Merrill Lynch jók hlutafé sitt í desember um 7,5 milljarð bandaríkjadala og var ríkisstjórn Singapúr meðal kaupenda í bankanum.