Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, hefur afþakkað launahækkun upp á 100.000 pund á ári þar sem hann taldi hana óviðeigandi við núverandi efnahagsástand.

Um er að ræða tæplega 40% launahækkun, en Mervyn mun ekki heldur fá aukagreiðslur í eftirlaunasjóð sinn.

Árslaun Mervyn King verða því áfram 290.653 pund á ári.