Í Vínbúðinni Heiðrúnu og Vínbúðinni Dalvegi var selt mest áfengi samkvæmt ársskýrslu ÁTVR. Vínbúðin Skeifunni er þriðja hæsta sölubúðin. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir ástæðurnar vera margvíslegar en staðsetning og opnunartími skipti miklu máli.

Í Vínbúðinni Heiðrúnu var selt áfengi fyrir 2.185 milljónir króna á árinu 2011 en vínbúðinni Dalvegi fyrir 2.176 milljónir króna á sama tíma og sala áfengis í Austurstræti nam 623 milljónum. Sigrún segir fyrirtækið ekki hafa gert sérstaka greiningu á því hvernig vinsældir búðanna skiptist en segir jafnframt að Vínbúðin Dalvegi sé vel staðsett og opin lengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.