Fjölmennasti flokkur atvinnugreina er nú leiga atvinnuhúsnæðis . Alls eru 3.406 félög skráð í þessa atvinnugrein eða um 8,6% skattskyldra félaga. Þetta kemur fram í  grein eftir Pál Kolbeinsson, rekstrarhagfræðing hjá Ríkisskattstjóra, en greinin birtist í Tíund.

Næst flest eru skráð í starfsemi eignarhaldsfélaga, samtals 3.133 félög eða 7,9% félaga á grunnskrá. Alls eru 2.283 félög skráð í flokkinn bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, eða 5,7% félaga.

Fyrirtækjum fjölgaði mest í flokknum viðskiptaráðgjöf og aðra rekstrarráðgjöf. Alls fjölgaði þeim um 81 félag, en það nemur 7,8% hreinni fjölgun í þessari grein. Alls eru 1.215 félög skráð í þessari atvinnugrein, eða um 3,1% félaga á grunnskráningu.