Framleiðslufyrirtækið Mest hefur flutt höfuðstöðvar sínar frá Malarhöfða 10 í Reykjavík að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Þar verður einnig nýtt vöruhús Mest. Með nýju vöruhúsi verður þjónustan öflugri og meira framboð verður á vöru og þjónustu

Mest rekur fjórar steypustöðvar, eina helluverksmiðju, eina einingaverksmiðju, timbursölu og þrjár byggingavöruverslanir. Mest er með starfsstöðvar á Malarhöfða, á Bæjarflöt í Reykjavík, Bæjarhrauni, Kaplahrauni, Hringhellu og í Fornubúðum þar sem aðalskrifstofan verður nú til húsa í Hafnarfirði ásamt nýju vöruhúsi. Einnig er Mest með starfsstöðvar á Reyðarfirði og Selfossi.