Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að sameinigin Háskóla Ísland og Háskólans í Reykjavík myndi skila mestum fjárhagslegum ávinningi en sameining minni háskóla við stærri gæti skilað faglegum ávinningi en takmörkuðum fjárhagsávinningi. „Ef við horfum einungis á fjárhagshliðina þá er alveg ljóst að það næst mest hagræðing að sameina stóru stofnanirnar á Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Kristín í hádegisfréttum RÚV. Hún sagði einnig að háskólakerfið allt væri undirfjármagnað og allir skólar væru í fjárhagskröggum.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í hádegisfréttum RÚV að samening háskóla væri í undirbúningi í menntamálaráðuneytinu. „Það er kannski fullsnemmt að fara tilgreina háskóla eða háskólastofnanir en það má ljóst vera að sá fjöldi hákóla sem nú er er mikill og ég held að það séu of margir háskólar,“ sagði Illugi. Aðspurður hvort stefnt væri að sameiningu háskóla á þessu kjörtímabili svaraði hann játandi. „Já það yrði nú að vera og helst á fyrri hluta þessa kjörtímabils.“