Bilið milli karla og kvenna hefur minnkað lítillega í flestum ríkjum heims á nýliðnu ári, samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum.

Ísland, Finnland og Noregur eru efst á lista 136 ríkja þar sem mest jafnræði milli kynjanna ríkir. Þetta mat er byggt á þátt eins og pólitískri þátttöku, efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til þess að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu.

Einu ríkin þar sem jafnrétti jókst ekki á liðnu ári voru ríki í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Neðst á listanum er Jemen.

World Economic Forum hefur gert þessa skýrslu síðastliðin átta ár, en það er BBC sem greinir frá henni.