Fjöldi þinglýstra íbúða sem seljast er mismikiill eftir landslhlutum og hlutföll einbýla og sérbýla mismikið.

Tæplega 5 milljarða króna velta

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á tímabilinu 17. júní til og með 23.júní 2016 var 120 á höfuðborgarsvæðinu. Þar af voru 97 samningar um eignir í fjölbýli. 20 samningar um sérbíli og 3 um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Var heildarveltan 4.899 milljónir króna og meðalupphæð á samning um 40,8 millljónir króna.

Á Suðurnesjum á sama tíma var 19 kaupsamningnum þinglýst, þar af 5 í fjölbýli, 9 í sérbýli og 5 um annars konar eignir. Var heildarveltan 770 milljónir og meðalupphæð 40,6 krónur á samning. Á Akureyri voru 24 samningar þinglýstir, þar af 18 um fjölbýli, 5 um sérbýli og 1 samningur um annars konar húsnæði. Var heildarveltan 719 milljónir og meðalupphæð á saming um 30 milljónir króna.

Á sama tímavar 17 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Voru 4 þeirra um eignir í fjölbýli, 12 um sérbýli og 1 um annars konr húsnæði. Heildarveltan var 4230 milljónir og meðalupphæð á samning 25,3 milljónir króna.