Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland  lækkaði um 1,88% í dag í 8,5 milljarða veltu. Hún stendur því nú í 1.218,54 stigum.

Velta dagsins á skuldabréfamörkuðum nam 6,6 milljörðum og hækkaði aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,17%. Óverðtryggði hluti hennar hækkaði um 0,43% en verðtryggði hluti Skuldabréfavísitölunnar hækkaði um 0,03%.

Öll úrvalsvísitölufélögin lækkuðu í dag. Mesta lækkunin var hjá Icelandair sem lækkaði um 3,40% í 424 milljón króna viðskiptum. Hagar lækkuðu næst mest eða um 2,02%.

VÍS hækkaði um um 2,81% í 381 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 7,8 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,5% í dag í 1,9 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 4,5 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 0,9 milljarða viðskiptum.