*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 3. janúar 2017 16:47

Mest lækkun hjá Eimskip og Icelandair

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% í kauphöllinni í dag, þau fyrirtæki sem hækkuðu mest eru bæði tengd sjávarútvegi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,25% í viðskiptum dagsins, en þau námu 1,3 milljörðum króna. Í lok dags stóð hún því í 1.737,22 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði einnig, eða um 0,16% í 2,4 milljarða viðskiptum, en hún stendur því nú í 1.248,54 stigum.

HB Grandi og Marel hækkuðu mest

Mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda, sem hækkuðu um 1,15% í viðskiptum dagsins, en þau námu tæpum 36 milljónum króna með bréf félagsins. Fæst nú hvert bréf þess á 26,35 krónur.

Næst mest hækkun var á gengi bréfa Marel, eða um 0,60% í 157 milljón króna viðskiptum.

Eimskip og Icelandair lækkuðu mest

Mest verðlækkun var á bréfum Eimskipafélags Íslands hf. eða 1,85% í 253 milljón króna viðskiptum. Er hvert bréf þess nú verðlagt á 319,00 krónur.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair eða 1,17% í 333 milljón króna viðskiptum sem gefur að núverandi verð bréfa Icelandair er 23,25 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,2% í dag í 1,1 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,2% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum.

Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 2,1 milljarða viðskiptum.