Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér er listi yfir 6. - 10. mest lesnu fréttir ársins:

10. Jóhanna Sigurðardóttir keypti ráðherrabílinn
Forsætisráðuneytið var með tvo ráðherrabíla í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur.

9. Fjármálamógúlarnir vildu sleppa barnum
Eigendur Kex hostels gerðu allt þveröfugt við það sem fjármálasérfræðingar ráðlögðu þeim.

8. Gunnars Majones er gjaldþrota
Skiptastjóri hefur kallað eftir kröfum í bú Gunnars Majones, sem hefur verið starfrækt allt frá árinu 1960.

7. Árslaun í bónus
Nýtt frumvarp um fjármálafyrirtæki felur í sér að heimilt verði að greiða bankastarfsmönnum allt að heil árslaun í kaupauka.

6. Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar
Aðstandendur Stórveldisins byrja með tvær nýjar sjónvarpsstöðvar samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.