Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér er listi yfir 6. - 10. mest skoðuðu innslög VB Sjónvarps á árinu:

10. Hröð losun hafta er betri

Sviðsmyndagreining KPMG á losun fjármagnshafta gefur til kynna að hröð losun hafta geti reynst betri til langs tíma.

9. „Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð“

Aldo Musacchio, prófessor frá Harvard Business School hélt erindi á fundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins þar sem hann sagði að Ísland ætti að feta í fótspor landa á borð Síngapúr og gerast alþjóðleg fjármálamiðstöð.

8. Ætla að breyta Smáralind

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, kynnti hálfsársuppgjör félagsins og sagði frá nýjum verkefnum þess. Meðal þeirra er fyrirhuguð breyting á Smáralindinni sem er í eigu félagsins.

7. Hvorki löglegt né siðlegt

Hannes Hólmsteinn Gissurason segir að norskir, finnskir og sænskir aðilar hafi stundað siðlaust athæfi gangvart íslenskum bönkum.

6. Kristján: Vorum að nota mjög gamla aðferð við löndun

Rætt var við Kristján Vilhelmsson, einn eiganda Samherja, á Sjávarútvegssýningunni um þriðju útgáfu af Kristjánsbúrinu sem hannað var og smíðað af starfsmönnum Samherja.