Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér er listi yfir fimm mest skoðuðu innslög VB Sjónvarps á árinu:

5. Breyta allri kennslu á Bifröst

Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, sagði frá breyttu kennslufyrirkomulagi á Bifröst.

4. Guðrún: Stjórnin vildi skipta um skipstjóra

Almar Guðmundsson var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins en forveri hans í starfi, Kristrún Heimisdóttir, lét af störfum viku áður samkvæmt samkomulagi við stjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði að ekki hefði verið langur aðdragandi að ráðningu Almars.

3. Tvöfalt siðgæði að aðhafast ekki í máli Benedikts

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari taldi mikilvægt fyrir trúverðugleika Benedikts Bogasonar, núverandi dómara við réttinn, að hann svari spurningum sem Jón bar upp við hann í grein sem hann birti í Morgunblaðinu.

2. Gæti gagnast námsmönnum og tekjulágum

Danska húsnæðiskerfið og hugsanleg innleiðing þess hér á landi voru til umræðu á fundi Dansk-Íslenska viðskiptaráðsins.

1. Margrét Pála: Við eigum líka heimskustu börnin

Margrét Pála Ólafsdóttir var meðal ræðumanna á ársfundi SA. Hún sagði Íslendinga eiga heimsmet í menntaeinokun.