Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér má finna stutta upprifjun um fimm mestu lesnu VB Sjónvarps fréttirnar.

5. „Vísum þeim miskunnarlaust í burtu“

Sigurður Lárusson rekur verslunina Dalsnesti í Hafnarfirði. Hann tekur ekki við greiðslukortum í verslun sinni og vísar fólki í burtu ef það er ekki með pening á sér.

4. Hörður Arnarson: Vinirnir tóku afmælið í sínar hendur

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði VB Sjónvarpi frá því hvernig hann hélt upp á fimmtugsafmælið sitt.

3. Hanna Birna leiðir baráttuna um Reykjavík

Hanna Birna var með 76,2% fylgi til forystu í öðru Reykjavíkurkjördæminu samkvæmt könnun MMR.

2. Baggalútur: Viðskiptamenn aldarinnar

Hljómsveitin Baggalútur var heimsótt á æfingu en sveitin hélt níu jólatónleika á þessu ári.

1. Fær 7200 krónur á tímann fyrir að sofa á Skólavörðustíg

Fyrir utan ferðaskrifstofuna Kilroy var beðið eftir opnunarhátíð ferðaskrifstofunnar. Fyrsti gesturinn fékk heimsreisu í verðlaun sem getur talist ágætis tímakaup fyrir að sofa á Skólavörðustíg.