Viðskiptablaðið fjallar reglulega og ítarlega um hvað er að gerast í heiminum í kringum okkar. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu erlendu fréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2016. Hér eru fimm efstu fréttir listans.

1) Sex stunda vinnudagur algert klúður

Tilraun með að borga full laun fyrir sex klukkustunda vinnudag í Svíþjóð leiðir til aukinna veikindaleyfa, þvert á væntingar.

2) Spilaborg evrunnar mun hrynja

Viðtal við Otmar Issing, einn af helstu hugmyndafræðingum evrunnar, hefur vakið gríðarlega athygli.

3) RBS: Seljið allt

Royal Bank of Scotland birtir kolsvarta spá og ráðleggur fjárfestum að hlaupa í skjól.

4) Er Pútin ríkasti maður í heimi?

Auðævi forseta Rússlands hafa lengi verið til umræðu.

5) Launahæsti starfsmaður Apple er Angela Ahrendts

Ahrendts fékk meira en tvöfalt hærri laun og hlunnindi en forstjórinn Tim Cook í fyrra.