Nú þegar árinu 2019 er ný lokið er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu erlendu fréttir Viðskiptablaðsins á árinu. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 6 til 10 yfir þær mest lesnu.

6. Börn Povlsen meðal látinna

Í lok apríl bárust þær sorgarfréttir að þrjú börn danska milljarðamæringsins Andres Holch Povlsen hefðu látið lífið í sprengiárás í Sri Lanka.

7. Verja 12 tíma vinnudag með kjafti og klóm

Kínverskir milljarðamæringar berjast af krafti fyrir því að vinnuvika kínverskra starfsmanna verði áfram 12 tímar, sex daga vikunnar.

8. Logn á gjaldeyrismarkaði veldur óróa

Í apríl var sagt frá því að fjárfestar óttuðust að lítil velta og hreyfingar á gjaldeyrismarkaði sé svikalogn eins og fyrir storminn 2008.

9. Ríkir hyggjast hjálpa Norwegian

Auðugir einstaklingar réttu fram hjálparhönd til norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, en rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarin misseri.

10. Óvenju veik eftirspurn hjá easyJet

Í apríl sendi lággjaldaflugfélagið easyJet frá sér afkomuviðvörun þar sem tilkynnt var um óvenju lélega sölu.