Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér má finna stutta upprifjun um fimm mest lesnu erlendu fréttirnar.

5. Ríkustu borgirnar eftir tíu ár

New York, London og Hong Kong eru meðal ríkustu borga heims í dag. En þessar sjö borgir verða samkvæmt skýrslu McKinsey meðal 10 ríkustu borga heims eftir áratug.

4. Býr í Barcelona en flýgur daglega til Lundúna í vinnu

Lundúnarbúinn Sam Cookney ákvað að flytja til Barcelona vegna húsnæðisverðs í Lundúnum og ferðast á milli borganna á hverjum degi.

3. Fyrrverandi eiginkonan hafnaði 125 milljarða ávísun

Fyrrum eiginkona bandaríska olíukóngsins Harold Hamm hafnaði greiðslu upp á tæplega 975 milljónir dala, um 125 milljarða króna.

2. Spáði kreppu á Íslandi og spáir nú heimskreppu

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, telur yfir heilmingslíkur vera á því að hagvöxtur í heiminum fari undir 2,5% á næsta ári og að heimsframleiðsla muni fara undir framleiðslugetu. Buiter er ef til vill þekktastur fyrir það hér á landi að hafa árið 2008 unnið skýrslu fyrir Landsbankann þar sem dregin var upp dökk mynd af stöðu fjármálakerfisins hér á landi.

1. Hvaða störf valda mestu stressi?

Einhverjir kynnu að halda að þau störf sem valda mestri streitu í heiminum væru á sviði löggæslu eða hernaðar. Forbes tók saman lista yfir streitumestu störfin í Bandaríkjunum, en þar tróna hvorki hermenn né lögreglumenn á toppnum - heldur slökkviliðsmenn.