Fréttir af mannabreytingum fyrirtækja og stofnana í Viðskiptablaðinu eru jafnan mikið lesnar. Nú þegar nýja árið er við það að ganga í garð er áhugavert að skoða hvaða fréttir voru mest lesnar í flokknum.

1. Atli Fannar og Brynja til Hugsmiðjunnar
Atli Fannar Bjarkason og Brynja Jónbjarnardóttir voru ráðin í markaðsteymi Hugsmiðjunnar í október.

2. Skipulagsbreytingar hjá Kviku
Lilja Jensen, Íris Arna Jóhannsdóttir og Ólöf Jónsdóttir tóku við nýjum stöðum hjá Kviku banka í febrúar.

3. Edda leiðir nýja deild
Ný deild kennd við samskipti og greiningu var sett á laggirnar hjá Íslandsbanka í janúar, og Edda Hermannsdóttir tók við sem forstöðumaður hennar.

4. Nýir stjórnendur hjá Icelandair
Átta nýir stjórnendur tóku við sem forstöðumenn nýrra sviða undir rekstrarsviði Icelandair í febrúar, sem varð til við sameiningu við IGS.

5. Auður Björk hættir hjá VÍS
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs VÍS lét af störfum í febrúar eftir 13 ár í starfi. Helgi Bjarnason, forstjóri tryggingafélagsins, tók við hlutverkinu.