*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 28. desember 2018 09:01

Mest lesnu Fólk-fréttir ársins: 6-10

Vinsælustu fréttir um mannabreytingar á árinu sem er að líða.

Ritstjórn
Sjötta mest lesna fréttin á sviði mannabreytinga á árinu fjallaði ráðningar hjá Deloitte en Svanur Þorvaldsson var á meðal þeirra sem ráðinn var til fyrirtækisins.
Aðsend mynd

Fréttir af mannabreytingum fyrirtækja og stofnana í Viðskiptablaðinu eru jafnan mikið lesnar. Nú þegar nýja árið er við það að ganga í garð er áhugavert að skoða hvaða fréttir voru mest lesnar í flokknum.

6. Deloitte ræður til sín 6 starfsmenn
Svanur Þorvaldsson var ráðinn til Deloitte sem ráðgjafi í mars, en félagið réð auk þess 5 nýja starfsmenn í þróun sjálfvirkni.

7. Nýir starfsmenn til KPMG
Ráðgjafasvið KPMG réð fjóra nýja starfsmenn í rekstrarráðgjöf fyrirtækisins í september: þau Helga Haraldsson, Kristjönu Kristjánsdóttur, Hjörleif Þórðarson og Bjarka Benediktsson.

8. Tómas hættir hjá WOW air
Tómas Ingason lét af störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air í ágúst. Var það í annað sinn sem Tómas hætti hjá flugfélaginu.

9. Hlíf tekur við af Gísla hjá Gamma
Gísli Hauksson hætti sem stjórnarformaður Gamma í febrúar til að taka við erlendri starfsemi sjóðstýringarfélagsins.

10. Bergþóra hættir sem forstjóri ÍSAM
Bergþóra Þorkelsdóttir, hætti sem forstjóri ÍSAM, í lok mars. Í byrjun júlí var hún skipuð forstjóri Vegagerðarinnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is