

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2016.
Hér eru fimm mest lesnu fréttirnar:
Einar Hannesson er nýr framkvæmdastjóri þjónustufyrirtækisins Fastus.
Arna Þorsteinsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra framleiðslufyrirtækisins Silent af Davíð Lúther Sigurðarsyni.
Þeir Daníel Oddsson og Freyr Árnason keyptu sig inn í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Tjarnargötunnar. Þeir hafa starfað hjá fyrirtækinu nánast frá upphafi þess.
Einar Þór Gústafsson var ráðinn framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Bókun.
ORF Líftækni réð Hildi Ársælsdóttur sem markaðsstjóra dótturfyrirtækisins Bioeffect.