Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2017.

Hér eru fréttirnar sem voru í 1.-5 sæti í lestri:

5) Andri Úlfarsson til Toyota Kauptúni

Andri Úlfarsson hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs hjá Toyota Kauptúni.

4) Breytingar hjá Icelandair

Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Hann tekur við af Helga Má Björgvinssyni sem gengur til liðs við Icelandair Group.

3) Rekin heim til að skipta um skó

Helga Birna Brynjólfsdóttir er nýráðin skrifstofustjóri hjá Já og Gallup.

2) Settu saman súpergrúppu

Baldur Stefánsson, einn stofnenda Arctica Finance, flytur sig nú yfir til Beringer Finance á Íslandi.

1) Fimm nýir fulltrúar hjá Logos

Logos lögmannsþjónusta hefur bætt við sig fimm nýjum löglærðum fulltrúum.