Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2017.

Hér eru fréttirnar sem voru í 6.-10 sæti í lestri:

10) Gyða Hlín nýr markaðsstjóri

Gyða Hlín Björnsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

9) Tveir nýir starfsmenn hjá Coca-Cola

Áki Sveinsson er nýr markaðsstjóri áfengra drykkja og Björg Jónsdóttir nýr forstöðumaður hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi.

8) Þrír nýir til VÍS

Fyrirtækjaráðgjöf VÍS hefur fengið þrjá nýja starfsmenn til liðs við sig. Þar af eru tveir þeirra fyrrum landsliðsmenn í fótbolta.

7) Sparkar ekki lengur í bolta

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn og atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Þórður Guðjónsson, hefur gengið til liðs við Skeljung.

6) Nýir starfsmenn hjá Fossum mörkuðum

Óttar, Rafn Viðar og Rúnar Steinn hafa verið ráðnir til Fossa markaða.