*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Fólk 28. desember 2019 10:02

Mest lesnu fólkfréttir ársins 2019: 6-10

Fréttir Viðskiptablaðsins um fólk á ferli í viðskiptalífinu voru mikið lesnar yfir árið, en hér er listi yfir þær í 6.-10. sæti.

Ritstjórn
Árdís Ethel Hrafnsdóttir er ein þeirra sem tóku að sér ný störf á árinu, er hún varð framkvæmdastjóri húsumhyggju hjá Eik. Hún hóf störf í fasteignageiranum árið 2012 og hefur starfað sem lögfræðingur og regluvörður félagsins frá árinu 2014.
Aðsend mynd

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2019.

Hér eru fréttirnar sem voru í 6.-10 sæti í lestri:

Birkir Snær Sigfússon, Halla Berglind Jónsdóttir, Hjördís Lóa Ingþórsdóttir, Perla Lund og Rakel Eva Sævarsdóttir bættust við þann 50 manna ráðgjafahóp sem Deloitte hefur byggt upp.

Jón Gretar Jónsson tók við sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fasteignafélagsins Eikar og Árdís Ethel tók við framkvæmdastjórn húsumhyggju.

Stafræn auglýsingastofa réð til sín þau Ágústu Fanneyju Snorradóttur, Ástu Sigríði Guðjónsdóttur, Elvu Hrönn Hjartardóttur og Sigurð Má Sigurðsson, sú fyrstnefnda í stöðu framleiðenda en hin þrjú í stöðu samfélagsmiðlafulltrúa.

Jón Birgir Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar, en hann starfaði í um tvo áratugi hjá Marel við mismunandi verkefni, einnig hjá Controlant og Skaganum 3X.

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er hættur störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll, en hann seldi öll hlutabréf sín hjá félaginu, sem og Hamborgarafabrikkunni í vor.

Stikkorð: Fólk ráðning starfsmenn