*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Fólk 25. desember 2021 15:31

Mest lesnu fólkfréttir ársins 2021: 1-5

Fólkið í Viðskiptablaðinu er alltaf mikið lesið. Hér er listi yfir þær fréttir um fólk sem mesta athygli vöktu á árinu.

Ritstjórn
Brynhildur S. Björnsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir og Guðrún Nielsen voru í vinsælustu fólkfréttum ársins.

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu.

Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2021. Hér að neðan eru fimm Fólkfréttir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða.

Mest lesnu fólkfréttirnar á árinu:

Brynhildur S. Björnsdóttir og Brynja Blanda Brynleifsdóttir komu inn í eigendahóp byggingarfyrirtækisins GG Verk í byrjun árs. Í kjölfar breytinganna urðu konur í meirihluta stjórnarinnar.

Sýn réði til sín þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason í stjórnendastöður í byrjun árs. 

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hætti sem fjármálastjóri Icelandair og var stuttu síðar ráðin sem aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri atNorth.

Fjórir starfsmenn Skeljungs, Guðrún Nielsen, Ingi Fannar Eiríksson, Sæþór Árni Hallgrímsson og Unnur Elva Arnardóttir, voru ráðin forstöðumenn hjá fyrirtækinu í vor.

Krónan réð til sín tvo nýja stjórnendur auk þess sem þrír stjórnendur tóku við nýjum hlutverkum í kjölfar skipulagsbreytinga. Um er að ræða þau Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, Sigurð Gunnar Markússon, Ólaf Rúnar Þórhallsson, Erlu Maríu Sigurðardóttur, Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur. 

Sjá einnig: Mest lesnu fólkfréttir ársins 2021: 6-10