*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Fólk 25. desember 2021 10:01

Mest lesnu fólkfréttir ársins 2021: 6-10

Fólkið í Viðskiptablaðinu er alltaf mikið lesið. Hér er listi yfir þær fréttir um fólk sem mesta athygli vöktu á árinu.

Ritstjórn
Dagmar Sigurðardóttir, Þóra Eggertsdóttir, Halldór Pétur Ásbjörnsson, Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson ásamt Særúnu Ósk Pálmadóttur á hægri hönd.

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu.

Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2021. Hér að neðan eru fimm Fólkfréttir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða.

Hér eru þær fréttir í flokknum Fólk sem voru í sæti 6 til 10 yfir mest lesnu fréttirnar á árinu:

Starfsmönnum Controlant fjölgaði ört í ár og tilkynnti upplýsingatæknifyrirtækið um ráðningu á Ellu Björnsdóttur og Guðmund Óskarssyni í febrúar. 

Þóra Eggertsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play í maí og var henni m.a. falið að leiða skráningu flugfélagsins á First North-markaðinn í sumar. Þóra starfaði áður sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair.

Samherji réði til sín tvo sjávarútvegsfræðinga, þau Halldór Pétur Ásbjörnsson og Sunnevu Ósk Þóroddsdóttur, í stjórnendastöður í fiskeldisstöð sinni í Sandgerði. 

Dagmar Sigurðardóttir, fyrrum sviðsstjóri lögfræðisviðs Ríkiskaupa, hóf störf Lagastoð og kom inn í eigendahóp lögmannsstofunnar í haust.

Særúnu Ósk Pálmadóttur, samskiptastjóra Haga, var sagt upp störfum hjá smásölufyrirtækinu samhliða því að staða hennar var lögð niður. Særún Ósk hóf störf sem hjá KOM ráðgjöf í mars.