*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Frjáls verslun 23. desember 2019 19:01

Mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar 1-5

Fólk á uppleið í atvinnulífinu og tekjuháir forstjórar og fasteignasalar vöktu athygli lesenda Frjálsrar verslunar á árinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fréttir um tekjuhæstu einstaklinga síðasta árs, byggt á tekjublaði Frjálsrar verslunar, og ungt fólk á ýmsum aldri á uppleið í atvinnulífinu eru áberandi á á lista yfir mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar á árinu. Sérstakt tölublað var gefið út um fólk á uppleið í atvinnulífinu. 

1. Guðbjörg tekjuhæsti fasteignasalinn

Lesendur höfðu mikinn áhuga á tekjum fasteignasala sem var nýr flokkur í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir , fasteignasali hjá fasteignasölunni Trausta, var tekjuhæst á árinu samkvæmt tekjublaðinu með 2,7 milljónir króna á mánuði.

2. Tíu tekjuhæstu forstjórarnir 2018

Tekjuhæstu forstjórar ársins vöktu talsverða athygli. Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festi, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra og námu tekjur hans að jafnaði 28,4 milljónum króna á mánuði, samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra. Jón innleysti kauprétti á árinu sem skiluðu honum í efsta sæti listans.

3. Sér ekki eftir neinu

Uppfinningamaðurinn Össur Kristinsson fór yfir sviðið í 80 ára afmælisblaði Frjálsrar verslunar. Hann lagði um 5 milljarða króna í nýja bátahönnun og stofnaði annað stoðtækjafélag eftir að hann yfirgaf Össur.

4. Fólk á uppleið II  Elísabet, Eva og Erna

Frjáls verslun fékk valinkunnan hóp sérfræðinga til að tilnefna fólk á lista yfir Íslendinga á uppleið í atvinnulífinu. Meðal þeirra sem rötuðu á listann voru Elísabet Grétarsdóttir hjá tölvuleikjarisanum EA Games, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair og Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka.

5. Fólk á uppleið IV — Kristrún, Kristinn og Linda

Kristrún Mjöll Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri Marel voru einnig á lista Frjálsrar verslunar yfir fólk á uppleið í atvinnulífinu.