Fulltrúar á vegum embættis sérstaks saksóknara handtóku seint í nóvember þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis, og Inga Rafnar Júlíusson, verðbréfamiðlara hjá bankanum, í tengslum við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun innan veggja bankans í aðdraganda hrunsins.

Mennirnir þrír voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald seinna um kvöldið. Fjórði maðurinn gat hins vegar um frjálst höfuð strokið.

Handtökur hjá Íslandsbanka