Viðtal við Hrefu Rósu Sætran, landsliðskokk og eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, birtist í Viðskiptablaðinu á síðari hluta ársins. Viðtalið vakti nokkra athygli og var hluti úr því með mest lesnu fréttum ársins á vb.is

Þar segir Hrefna Rósa að fyrst þegar hún vildi í kokkanám var hún spurð hvort hún vildi ekki frekar verða matartæknir.  „Ég hafði lengi horft upp til þessara kalla sem voru alltaf að elda í sjónvarpinu og ákvað það að verða sjálf kokkur. Ég rak mig hins vegar fljótt á að það yrði ekki auðvelt að vera kona í þessum bransa og það þekktist ekki almennt að konur væru kokkar,“ segir Hrefna Rósa.

„Þegar ég hringdi í skólann til að spyrjast fyrir um kokkanám var ég spurð hvort ég vildi ekki bara frekar verða matartæknir. Ég tók fram að ég vildi verða kokkur en var sagt til baka að það væri miklu auðveldara að verða bara matartæknir ef maður væri kona.“

Hluti úr viðtalinu við Hrefnu Rósu .