Fleira en hluta- og skuldabréfaviðskipti vekur athygli lesenda Viðskiptablaðsins. Þannig var níunda mest lesna fréttin á VB.is á árinu sú að Ólafur Ólafsson, löngum kenndur við Samskip, hefði keypt afburðahryssu í byrjun desember.

Hryssan heitir Álfadrottning og er frá hrossabúinu Austurkoti við Selfoss. Markaðsverð á hryssum á borð við Álfadrottningu talið liggja á bilinu 10 til 20 milljónir króna.

Tveimur mánuðum áður hafði 77 milljarða skuld Kjalars, félags Ólafs, við Arion banka verið strikuð út eftir yfirtöku bankans á eign Ólafs í HB Granda.

Ólafur í Samskipum fagnar skuldasátt með hrossakaupum