Það er greinilega margt skemmtilegt sem gerist á bak við luktar dyr efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Moli Hugins og Munins í Viðskiptablaðinu af einum slíkum fundi seint í nóvember er 10. mest lesna fréttin á vef blaðsins, vb.is .

Umræðuefni fundarins var sameiginlegur flötur á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, var gestur á fundinum.

Áherslur eru eðlilega mismunandi og því kom ekki á óvart að Lilja Mósesdóttir, sjálfskipaður fulltrúi almennings á Íslandi, var með margar athugasemdir. Þegar mönnum leiddist þófið sagði Tryggvi Þór Herbertsson: „Við getum allavega verið sammála um að allir hér inni bera ábyrgð á hruninu nema Lilja Mósesdóttir.“

Tryggvi Þór: Allir ábyrgir nema Lilja