Óhætt er að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt og komu hrafnarnir Huginn og Muninn  víða við. Hér er listi yfir þá pistla hrafnanna sem voru mest lesnir á árinu sem er að líða, en almennt voru þeir mikið lesnir yfir árið. Þetta eru þó sæti 6 til 10 á listanum - svo hægt er að bíða spennt eftir efstu fimm sætunum á listanum.

6) Elliði eða Árni Sigfússon

Sjálfstæðismenn á Suðurlandi leituðu logandi ljósi að frambjóðanda sem gæti fellt Ragnheiði Elínu úr oddvitasæti í prófkjöri.

7) Birgitta hrósar sjálfri sér

Birgitta Jónsdóttir var hógværðin uppmáluð þegar hún lýsti stjórnarmyndunartilboði Pírata.

8) Eruð þið í ráðuneytinu?

Öryggisvörður stöðvaði forsætis- og utanríkisráðherra í Alþingishúsinu og spurði hvort þau ættu þar erindi.

9) Pólítískt innsæi Guðlaugs

Gárungarnir segja að ekki sé annað hægt en að klippa á símalínurnar hjá Gunnlaugi, því í hvert skipti sem hann opnar munninn lætur hann Kristján Loftsson líta út eins og sérfræðing í almannatengslum.

10) Kosningaklúður Samfylkingarinnar

Sjaldan, ef nokkurn tímann, hefur einum flokki tekist að klúðra málum sínum jafn harkalega og Samfylkingunni.