Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér má finna stutta upprifjun um fimm mest lesnu innlendu fréttirnar.

5) Stanlaus vöxtur hjá Eldum rétt

Eldum rétt er eitt þeirra fyrirtækja sem vakti sérstaka athygli manna árið 2016 og er í dag orðið flestum Íslendingum vel kunnugt.

4) Fyrsta lágvöruverðsverslunin á netinu

Nettó brýtur blað í sögu verslunar á Íslandi þegar fyrsta lágvöruverðsverslunin á netinu verður formlega opnuð.

3) Sigríður Andersen: Vil leggja niður RÚV

Nýr dómsmálaráðherra tjáir um rekstur ríksins á fjölmiðlum og segir fráleitt að ríkið standi í slíkum útgjöldum.

2) Sigmundur Davíð leysir húsnæðisvandann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leggur til nokkur ráð til að leysa húsnæðisvandann á Íslandi „í tilefni páskanna“.

1) Taka vörur úr hillum

Nokkrum íslenskum framleiðendum hafa borist þau skilaboð að ef þeir hyggjast selja vörur sínar í Costco verði þær teknar úr hillum verslana Haga.