Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Eftirfarandi eru fimm mest lesnu innlendu fréttir ársins.

1. E ignarhald á Cayman-eyjum
Á sama tíma og Wow air féll var sagt frá því að félögin Tungnaa Aviation Leasing og Sog Aviation Leasing – sem voru stofnuð á sama tíma og skuldabréfaútboð flugfélagsins haustið áður var við það að klárast, og leigðu því sitt hvora flugvélina – væru skráð á sama heimilisfang á Írlandi, og móðurfélagið skráð á Cayman-eyjum og því engar upplýsingar um eignarhald þess að fá. Tungnaá og Sog eru íslenskar ár.

2. 130 þú sund gestir sem borga tvöfalt
Árið 2018 fjölgaði ráðstefnugestum hingað til lands um 30% frá árinu áður, sem var tvöföld aukning á við árin á undan. Samkvæmt rannsóknum eyða slíkir gestir að jafnaði um tvöfalt meiru meðan á dvöl þeirra stendur en almennir ferðamenn.

3. Þetta eru stærstu kröfuhafar Wow air
Langtímaskuldir Wow air voru um 16 milljarðar króna við gjaldþrot þess. Stærsti skuldaflokkurinn voru skráð skuldabréf upp á tæpa sjö milljarða, en þar á eftir komu kröfur Avalon upp á 1,9 milljarð, Isavia upp á 1,8 milljarð, og lán frá Arion banka námu 1,6 milljarði.

4. „Oh my god, what happened to you?!”
Magnús Scheving sagði frá því léttur í lund í viðtali við Viðskiptablaðið að um árið – þegar hann hafði selt Latabæ og mátti ekkert vinna nema fyrir sjálfan sig samkvæmt skilmálum sölunnar, og hafði því tekið sér fyrir hendur að gera upp tvö hús – hafi tvær mexíkóskar stelpur sem spurðu hann til vegar fengið áfall þegar þær báru á hann kennsl, drulluskítugan í vinnugallanum að vinna við húsbyggingar.

5. Fár veikur á mikilvægasta fundi ævinnar
Annað brot úr téðu viðtali við Magnús, sem vakti mikla athygli lesenda vb.is, fjallaði um það þegar hann átti fund við Nickelodeon sjónvarpstöðina – mikilvægasta fund ævinnar að eigin sögn – en verið nýbúinn í hálskirtlatöku og vaknað morguninn sem hann átti að fljúga á fundinn með „blóð út um allt“. Hann komst undir læknishendur fyrir flugið, og sárið var brætt saman, en læknirinn ráðlagði honum eindregið að fljúga ekki í þessu ástandi. Í flugið fór hann þó samt, og seldi á fundinum Latabæ til sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku.

Hér má sjá framhald listans frá 6. til 10. sætis .