*

laugardagur, 27. febrúar 2021
Innlent 31. desember 2020 16:44

Mest lesnu innlendu fréttir ársins: 1-5

Listi yfir fimm mest lesnu innlendu fréttir ársins sem er að líða.

Ritstjórn
Brúðkaupið endaði á Shake&Pizza en staðurinn er staðsettur í Egilshöll.
Aðsend mynd

Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Eftirfarandi eru fimm mest lesnu innlendu fréttir ársins.

1. Brúðkaupið endaði á Shake&Pizza

Vinsælasta frétt ársins fjallaði um ósáttan brúðguma sem neitaði að greiða reikning vegna uppsetningar á litlu partítjaldi sem notað var í brúðkaupsveislunni. Brúðkaupsveislan endaði því á veitingastaðnum Shake&Pizza í Grafarvogi. Brúðguminn endaði þó að lokum á að þurfa greiða ógreiddan reikning fyrir tjaldþjónustuna í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur.

2. Icelandair flýgur til Kína

Viðskiptablaðið sagði frá því að Boeing 767 farþegaflugvél frá Icelandair myndi fljúga til Sjanghæ í Kína til að sækja um 17 tonn af lækningavörum. Var um að ræða leiguflug á vegum Icelandair Cargo og Loftleiða í samstarfi við heilbrigðisaðila á Íslandi og DB Schenker. Umrætt flug, sem er eitt lengsta samfellda flug í sögu félagsins, fór fram í byrjun apríl, eða um það leyti sem aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru sem harðastar hér á landi. 

3. Strax ætla að vaxa hratt

Ingvi Týr Tómasson, annar aðaleigenda fyrirtækisins Strax, sem skráð er í sænsku Kauphöllina, sagði frá framtíðaráformum fyrirtækisins í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið. 

4. Greiði milljón vegna jólaljósa

App Dynamic ehf. var í Héraðsdómi Reykjaness dæmt til að greiða Garðlist ehf. rúmlega milljón króna skuld, auk dráttarvaxta, sem til var komin vegna uppsetningar á jólaseríum við heimili fyrirsvarsmanns fyrirtækisins. Deilt var um það hvort jólaseríurnar hefðu verið gallaðar eður ei. 

5. Birta lista yfir 40 efnilega stjórnendur

Góð samskipti, félag Andrésar Jónssonar, birti sl. sumar lista yfir 40 efnilega stjórnendur í viðskiptalífinu sem eru 40 ára og yngri. Frétt Viðskiptablaðsins um listann var sú fimmta mest lesna á árinu.

Hér má sjá framhald listans frá 6. til 10. sætis