Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér má finna stutta upprifjun um fimm af mest lesnu innlendu fréttirnar.

10 sæti: Vill markaðssetja lúxus

Viðtal við Katrínu Amni Friðriksdóttur, stofnanda markaðsráðgjafarfyrirtækisins Kamni ehf.

9. sæti: Forstjóri Isavia nýtir tímann með bílstjóra

Umfjöllun um bílahlunnindi stjórnenda Isavia vakti töluverða athygli lesenda.

8. sæti: Hvað kostar ódýr heimsreisa?

Í áramótatímariti Viðskiptablaðsins í fyrra var farið yfir tvær mögulegar heimsreisur og hvað þær gætu kostað.

7 sæti: Björn Óli: Ummæli um „unga og graða“ starfsmenn misskilin

Forstjóri Isavia sagði í viðtali við Viðskiptablaðið að fréttir af starfsmannafundi hjá fyrirtækinu hafi verið byggðar á misskilningi.

6. sæti: Leggur til að allir lækki kostnað um 1%

Húsnæðismálaráðherra sagði í október að með því að stytta byggingartíma væri hægt að lækka byggingarkostnað töluvert.